138. löggjafarþing — 100. fundur,  25. mars 2010.

úthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni.

[11:01]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra skýr svör og á von á því að hann komi athugasemdum sínum á framfæri við hlutaðeigandi. Það vill þannig til að sú sem hér stendur hefur starfað við hjálparstörf, bæði erlendis og innan lands. Fyrsta regla þegar aðstoða skal fólk sem lendir í einhvers konar vandræðum, hvort sem það eru peningaleg vandræði eða áföll vegna slysa, hamfara eða annars, er að menn fara ekki í manngreinarálit. (BirgJ: Heyr, heyr.) Annars stendur sú hjálp sem veita á ekki undir nafni. Ef menn gera það er algjörlega á hreinu frá mínum bæjardyrum séð að Alþingi Íslendinga á ekki að styrkja slíka starfsemi með framlögum af skattfé landsmanna.