138. löggjafarþing — 100. fundur,  25. mars 2010.

sanngirnisbætur.

494. mál
[12:01]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta og finnst sjálfsagt að skoða þetta í allsherjarnefnd og fara yfir rökin með og á móti.

Af því að hv. þingmaður nefndi að það væri engin trygging fyrir því að fagfólk væri mannúðlegra en annað fólk vil ég segja það, hv. þingmaður, að það er heldur engin trygging fyrir því að níu manna þingmannanefnd allsherjarnefndar sé mannúðlegri en annað fólk. Það eru tvær hliðar á öllum málum en þetta er hugmynd sem komin er fram frá hv. þingmanni, við förum yfir málið í allsherjarnefnd og skilum frá okkur nefndaráliti.