138. löggjafarþing — 100. fundur,  25. mars 2010.

tekjuskattur.

386. mál
[17:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér erum við að fjalla um frumvarp til laga um að veita skattrannsóknarstjóra heimild til kyrrsetningar eigna. Það er alveg sjálfsagt mál og eðlilegt að það sé gert gagnvart stóru aðilunum. Þá er verið að tala um milljarða og milljarðatugi eða eitthvað slíkt.

Hins vegar er heimildin mjög almennt orðuð og gefur skattrannsóknarstjóra mjög miklar heimildir. Til þess að verja smáfuglana fyrir því að ríkisvaldið hafi of sterkt vopn er hér flutt tillaga um að kröfur undir 50 milljónum verði ekki að öllum jafnaði notaðar í því skyni að þær verði kyrrsettar. Ég segi já.