138. löggjafarþing — 101. fundur,  25. mars 2010.

tekjuskattur.

386. mál
[17:30]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Við framsóknarmenn styðjum það frumvarp sem hér liggur fyrir og höfum unnið að því í ágætri samvinnu á sviði efnahags- og skattanefndar. Eins og hv. þm. og formaður nefndarinnar, Helgi Hjörvar, nefndi er með þessu frumvarpi verið að tryggja hagsmuni ríkissjóðs og þar með hagsmuni Íslendinga. Ég vildi óska þess að í fleiri málum hér á þingi gætum við haft jafnvíðtæka samvinnu og viðhaft jafngóð vinnubrögð vegna þess að efnahags- og skattanefnd hefur farið mjög ítarlega yfir þessi mál og fleiri mál þurfum við að vinna í þessum anda á vettvangi þingsins því að hér er, ef marka má fréttir, verið að tryggja mögulega milljarða kr. fyrir hönd íslenskra skattborgara og þetta er mikivægt skref í þá átt að reyna að stuðla að aukinni sátt í íslensku samfélagi. Hér hafa alvarlegir hlutir átt sér stað á undangengnum mánuðum og vonandi mun þetta mál og þau verkefæri sem við látum (Forseti hringir.) skattinum í hendur auka og stuðla að meiri sátt í íslensku samfélagi.