138. löggjafarþing — 104. fundur,  13. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[13:32]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að skýrslan sé hér rædd rétt rúmum sólarhring eftir að hún kom út og þingmönnum ekki gefið tækifæri til að lesa hana almennilega og kynna sér efni hennar áður en umræða um hana fer fram að einhverju gagni. Það voru einmitt svona vinnubrögð sem komu okkur á kaldan klaka og ég vildi óska að þingið vandaði umfjöllun um þessa skýrslu. Til þess að það sé hægt er ekki hægt að ræða hana í dag og á morgun og láta svo umræðu lokið þangað til í haust.