138. löggjafarþing — 104. fundur,  13. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[16:45]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er ánægjulegt að heyra að hv. þm. Þórunn Sveinbjarnardóttir ætlar ekki að setja hinn frjálsa markað út í kant. Ég fagna því. En mig langar til að spyrja hv. þingmann samhliða því sem hún sagði hér áðan um að í ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefði Samfylkingin fallið í þá gryfju — hún notaði reyndar ekki orðalagið að falla í þá gryfju — halda áfram gamaldagsstjórnsýslu. (REÁ: Við létum þetta yfir okkur ganga.) Og létum yfir okkur ganga, eins og hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir bætir hér við. Mig langar til að spyrja hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur, sem var ráðherra í 20 mánuði: Leiddi hún nýjungar í stjórnsýslu í sínu ráðuneyti? Hverjar voru þær? Hvernig tókust þær?

Að lokum, frú forseti, vil ég taka undir með hv. þingmanni, við erum (Forseti hringir.) sammála um það að breyta á ríkisstjórninni í fjölskipað vald.