138. löggjafarþing — 105. fundur,  14. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[14:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þegar Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að einstaklingur skuli fá lífeyri óháð félagslegri stöðu sinni, hvort sem hann býr með moldríkum, tekjuháum maka eða ekki, er það í mínum huga einstaklingshyggja og mér finnst það bara ekkert slæmt. En það er spurning hvort menn ætli að hverfa frá þessu.

Svo er það þessi ótrúlega ræða sem hæstv. ráðherra flutti þann 16. júlí, og ætti að vera skyldulesning allra sem vilja kynna sér hvernig flokksræði virkar og hvernig menn snúa af braut sannfæringar sinnar, vegna þess að þetta verður ekkert borið undir þjóðina með afgerandi hætti. Hún verður spurð álits og síðan er kosið til þings. Það Alþingi mun taka þá ákvörðun eftir því sem sannfæring hvers og eins þingmanns býður honum. Það verður ekkert gert með þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég sé suma hv. þingmenn, sem eru eindregið á móti Evrópusambandinu, greiða atkvæði með aðild ef 51% þjóðarinnar vilja ganga inn. Ég sé einnig sannfærða (Forseti hringir.) Evrópusinna greiða atkvæði á móti ef þjóðin skyldi segja nei.