138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

samstarfsyfirlýsing við AGS.

[10:38]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Mig langar að biðja hæstv. fjármálaráðherra að upplýsa þingheim um innihald yfirlýsingar sem gefin var Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nú í aðdraganda þess að hugsanlega verði mál Íslands loksins tekin fyrir í stjórn sjóðsins. Það er mikilvægt að þingið og þjóðin sé upplýst um hverju hefur verið lofað, hafi einhverju verið lofað, í þessari yfirlýsingu og kannski ekki hvað síst er það mikilvægt nú, þegar gefin hafa verið fyrirheit um samstarf allra flokka og mikilvægi þess að viðhalda því og allir vinni að þessu saman, að menn séu þá a.m.k. upplýstir um það hverju er verið að lofa.