138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

vandi ungs barnafólks.

[10:56]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Nú er mér innan brjósts eins og Hagsmunasamtökum heimilanna þegar þau gáfu út stríðsyfirlýsingu á hendur félagsmálaráðherra. Það er algerlega óforsvaranlegt að hæstv. ráðherra skuli ekki viðurkenna vandann og lýsa því yfir að gefin verði út aðgerðaáætlun vegna þess að hér er um hamfarir að ræða. Það er alveg rétt og við framsóknarmenn skulum fallast á það að 20% leiðréttingin er hugsanlega ekki nóg en hún mundi koma mun fleirum til aðstoðar en aðrar aðgerðir hafa gert. Hverjum hefur verið komið til bjargar? Jú, það hafa verið frystingar, lengingar á lánum, fólk mun fara á hliðina á endanum.

Virðulegi forseti. Í síðustu ræðu þegar við héldum utandagskrárumræðu ræddi félagsmálaráðherra um kosti evrunnar. (Forseti hringir.) Það eru 40% atvinnuleysi ungs fólks á Spáni, 25% atvinnuleysi (Forseti hringir.) ungs fólks í Svíþjóð. Virðulegi forseti. Ég skora á hæstv. félagsmálaráðherra (Forseti hringir.) að koma með alvörulausnir, ekki þann sparðatíning (Forseti hringir.) sem hann kom með áðan.