138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[12:10]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef hæstv. fjármálaráðherra hefur áhuga á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar gegni forustu í þingnefndum, af hverju kemur hann því þá ekki á? Af hverju horfum við upp á sömu vinnubrögð og við erum öll sammála um að þurfi að breyta?

Rifjum upp eitt dæmi. Af hverju sagði hv. þm. Ögmundur Jónasson af sér ráðherraembætti í ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur? Af hverju var ekkert þingmannafrumvarp, eftir því sem ég man best, afgreitt fyrir jól? Örfá í stjórnartíð Jóhönnu og Steingríms. Erum við ekki bara að horfa upp á þann vanda að hér hefur ekkert breyst?

Formenn stjórnarflokkanna beita nákvæmlega sömu tækjum og tólum og fyrirrennarar þeirra í starfi gerðu. (Forseti hringir.) Þetta er eitt stærsta vandamálið sem Alþingi glímir við. Það verður að efla það og það á kostnað framkvæmdarvaldsins.