138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[12:31]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti vill taka fram að veldur hver á heldur. Forseti hefur ekki séð eða heyrt ræðu þingmannsins enn þá, þannig að forseti á hverjum tíma, hver sem situr í forsetastól, verður að meta hvort hann telur að þingmenn fari út fyrir eðlileg mörk eða fari á svig við það sem geta talist viðurkvæmileg ummæli í þingsal og ræðustóli. Forseti bíður því spenntur eftir að heyra ræðu hv. þingmanns.