138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[12:33]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti vill taka fram að hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lét þau orð falla, sem hún lét falla úr ræðustól, sem almennur þingmaður og ekki úr stóli forseta og ekki sem slíkur. Þar að auki mun sá forseti sem hér stýrir fundi núna ekki láta stjórnast af sjónarmiðum Morgunblaðsins ef kemur að því að taka afstöðu til þess hvort ummæli einstakra þingmanna séu viðurkvæmileg eða ekki.