138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[14:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þann 10. mars 2003 sagði hæstv. forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, á heimasíðu Samfylkingarinnar: Skattahækkun en ekki skattalækkun.

Hún sagði, með leyfi frú forseta:

„Ekki er hægt að kalla það annað en kattarþvott þegar frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins með fjármálaráðherra í broddi fylkingar reyna að telja fólki trú um að skattahækkanir í tíð þessarar ríkisstjórnar séu skattalækkanir. Það er auðvitað það sama og að segja fólki að hvítt sé svart og svart sé hvítt. En blákalt og blygðunarlaust segja sjálfstæðismenn að skattbyrði fólks hafi ekki aukist þótt það sé þvert á staðreyndir.“

Formaður Samfylkingarinnar, hæstv. forsætisráðherra, sagði sem sagt árið 2003, þáverandi hv. almennur þingmaður, að skattalækkanirnar væru skattahækkanir vegna þess að þær gáfu ríkissjóði meiri tekjur. Þetta er einmitt spurningin sem ég hef verið að velta upp og hæstv. forsætisráðherra svaraði árið 2003.