138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

stimpilgjald og aukatekjur ríkissjóðs.

530. mál
[16:19]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þessa ábendingu. Ég skildi það svo að frumvarpið ætti að vera í samræmi, bæði hvað varðaði efnisinnihald og líka gildistöku eða gildistíma við þær almennu aðgerðir sem það er í raun og veru hluti af. Þetta er eingöngu til þess að tryggja að stimpilgjöldin gagnvart bílalánunum séu meðhöndluð með algjörlega sambærilegum hætti hvað þetta varðar og það taki til allra þátta þessara aðgerða, ekki bara skilmálabreytinga. En ég held að hv. efnahags- og skattanefnd sé ákaflega vel til þess fallin að fara yfir þetta atriði og ef eitthvert misræmi er þarna í gildistíma eða gildistöku ber að sjálfsögðu að lagfæra það.