138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu o.fl.

580. mál
[18:59]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að heita á hæstv. ráðherra að ef Ísland fær einhverjar undanþágur í væntanlegum samningi, skal ég fara með honum í fundaferð hringinn í kringum landið til að ræða þann samning. Ég ætla að vona að hann taki þeirri bón minni, en það verða að sjálfsögðu að vera undanþágur.