138. löggjafarþing — 107. fundur,  16. apr. 2010.

neyðaráætlun vegna eldgoss -- málefni LSR -- tengsl stjórnmálaflokka og fjölmiðla o.fl.

[12:33]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir að fá tækifæri til að gera smá athugasemd við orð hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar. Mér fannst hann vera að kvarta yfir því að utanríkismálanefnd hefði ekki verið gerð grein fyrir því erindi sem væntanlega verður tekið fyrir í dag hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það var gert í morgun. Enginn fulltrúi Framsóknarflokksins mætti á þann fund en sérstaklega var spurst fyrir um þetta. Það eru tilmæli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að þetta sé ekki gefið út fyrr en fundur er afstaðinn og við verðum að hlíta því. Þetta var sem sagt gert í morgun og síðan verður þetta væntanlega opinbert eftir helgi.