138. löggjafarþing — 107. fundur,  16. apr. 2010.

lögreglulög.

586. mál
[13:00]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi kannski bara hnykkja á því að stærri umdæmi, fyrst orðið sveigjanleiki var nefnt, þá verður það þannig að stærri umdæmin fela í sér aukinn sveigjanleika. Eins og ég kom inn á í framsöguræðu er þetta samt enginn óskaplegur fjöldi lögreglumanna í hverju umdæmi, en þó, þetta yrðu burðug lögreglulið. Það má heldur ekki, þegar menn tala um stærri umdæmi og sveigjanleika, horfa fram hjá því að staðarþekking er mikilvæg og stærri umdæmi eiga ekki að koma í veg fyrir það að hægt sé að haga málum þannig innan umdæmisins að hugað sé vel að staðarháttum og staðarlögreglu.