138. löggjafarþing — 107. fundur,  16. apr. 2010.

lögreglulög.

586. mál
[13:12]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er einmitt atriði sem þarf að ræða um. Tillagan í frumvarpinu er sú að þetta verði skoðað af hálfu ráðuneytisins. Hv. fyrirspyrjandi nefnir hvort Alþingi gæti tekið þessa afstöðu. Ég teldi reyndar að það væri óheppilegt, þar með væri Alþingi kannski að fara fullmikið inn í framkvæmd löggæslu, það teldi ég óheppilegt. Að sama skapi mætti segja að það væri óheppilegt að ráðuneyti færi að blanda sér í þetta á þennan hátt, þess vegna mætti hugsa sér að það væri ríkislögreglustjóri sem gerði þetta.

En þetta er sem sagt tillaga frumvarpsins og ég á von á því að hún hljóti umræðu í hv. allsherjarnefnd.