138. löggjafarþing — 107. fundur,  16. apr. 2010.

gjaldþrotaskipti o.fl.

510. mál
[14:24]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp er eins og áður segir samið í samráði við ASÍ en líka réttarfarsnefnd. Það er í rauninni smíðað inn í það kerfi sem við höfum núna. Og svo ég hnykki á því sem þessi regla þýðir þá er það auðvitað þannig að kröfuhafinn mundi kosta það ferli sem tekur til að sannreyna markaðsvirði fasteignar. En hvort umboðsmaður skuldara gæti orðið skuldara eða lánþega að liði í því efni tel ég að vel gæti komið til greina, en verð að viðurkenna að það var ekki skoðað sérstaklega í sambandi við þetta frumvarp því það er algjörlega smíðað inn í það fullnusturéttarfar sem við höfum núna og inn í nauðungarsölulögin.