138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

gjaldþrotaskipti o.fl.

197. mál
[15:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég þakka hv. síðasta ræðumanni fyrir það sem hann sagði um þetta frumvarp. Það er mjög mikilvægt að þetta komi fram. Ég vil enn fremur þakka hæstv. forseta fyrir að taka málið á dagskrá. Ég minntist á það á föstudaginn að núna liði hver dagurinn á fætur öðrum frá því að gerningar voru gerðir í aðdraganda hrunsins sem þarf að rannsaka miklu, miklu ítarlegar en gert hefur verið hingað til. Þetta eru mjög viðamiklar rannsóknir og þess vegna er nauðsynlegt að þessi fyrningarfrestur sé lengdur. Ég fagna því að Alþingi sé að samþykkja þetta sem lög.