138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

atvinnuleysistryggingar og húsaleigubætur.

554. mál
[16:45]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna. Ég hef verið að reyna að átta mig á þessu frumvarpi, sérstaklega hugsanlegum kostnaðaráhrifum þess. Ég velti fyrir mér hvort hæstv. ráðherra geti í stuttu máli upplýst okkur um hvaða kostnað hann telji að frumvarpið muni hafa í för með sér nái það fram að ganga. Mér finnst kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins ekki alveg svara þeim spurningum. Það er reyndar þannig að fjármálaráðuneytið tilgreinir ýmis atriði sem geta gert það að verkum að forsendur standist ekki eða breyttar aðstæður á vinnumarkaði geti leitt til annarrar niðurstöðu en þar er. Ég velti fyrir mér hvort hæstv. ráðherra sem hefur legið yfir þessu máli geti aðeins hjálpað mér og kannski öðrum þingmönnum að átta okkur á þessu.

Fjármálaráðuneytið gerir líka athugasemdir í lok umsagnar sinnar um að félags- og tryggingamálaráðuneytið hafi ekki lagt fram tillögur um hvernig skuli mæta hugsanlegri útgjaldaaukningu vegna frumvarpsins. Getur hæstv. ráðherra með einhverjum hætti fyllt inn í þá mynd ef áætlanir um það hafa mótast á vegum hans ráðuneytis?