138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda.

558. mál
[17:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var náttúrlega ekkert svar. Ég var að spyrja hvað felst í orðunum, og ég vitna í athugasemdir við frumvarpið, með leyfi frú forseta: „svo ná megi þeim markmiðum sem þar koma fram …“ Hvaða markmið eru það? Og hve mikið er greitt? Geta menn sett 100% laun sem greiðslu inn í þessa fræðslusjóði? Það er galopið. Mér sýnist að menn geti sett meira að segja 200% inn í þessa fræðslusjóði af öllum launum í viðkomandi fyrirtæki. Þetta er galopið. Mig langar til að vita hvað ætlast er til að menn borgi mikið. Það liggur þá alla vega fyrir, hvort það er 0,45% eða eitthvað svoleiðis. Hvað á að gera við þessa peninga? Til hvers eru þeir? Hvað gera þessir fræðslusjóðir?