138. löggjafarþing — 111. fundur,  26. apr. 2010.

skuldir heimilanna og nauðungaruppboð.

[15:24]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Ég sé að fátt hefur breyst í þessum þingsal hjá hæstv. fjármálaráðherra síðan ég var hér síðast, hann svarar eðlilegum spurningum með útúrsnúningum og skætingi.

Það er alvarlegt mál þegar hæstv. ríkisstjórn gefur út yfirlýsingar um að við lok október 2010 verði ekki veittir frekari frestir varðandi þau heimili sem eiga yfir höfði sér nauðungarsölu. Ég skil ekkert í hæstv. fjármálaráðherra að svara þessum eðlilegu spurningum, sem ég varpa hér fram út af yfirlýsingum sem hann sjálfur skrifaði undir, eins og hann gerir. Það er engin framkoma gagnvart þinginu og heldur ekki því fólki sem í hlut á.

Ríkisstjórnin verður að svara því hvernig hún ætlar að leysa vanda þess fólks sem á yfir höfði sér nauðungarsölu ef henni tekst ekki að (Forseti hringir.) leysa skuldavanda þjóðarinnar. Verður þetta fólk bara sent út (Forseti hringir.) á guð og gaddinn ef hæstv. ríkisstjórn kemur ekki með úrræði sem nýtast?