138. löggjafarþing — 111. fundur,  26. apr. 2010.

skeldýrarækt.

522. mál
[20:16]
Horfa

Anna Margrét Guðjónsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er ljóst að samstaða er meðal þingmanna um að hér sé nokkru ábótavant og til að undirstrika það enn frekar vil ég vekja athygli á að ef ekkert er að gert þá gæti líka komið upp ágreiningur milli ráðuneyta og stofnana um hvernig nálgast ætti viðfangsefnið. Til að sem fæstir hnökrar verði á þessu verður að vera ljóst hvert skipulagsvaldið og úrskurðarvaldið er ef upp kemur ágreiningur á milli ráðuneyta og stofnana þegar fram líða stundir.

Það leiðir hugann að máli sem er kannski óleyst, það eru lög um leit og rannsóknir á vinnslu á kolvetni, en það er kannski efni í annað mál. En það er augljóst að skipulagsvald yfir sjónum og ströndinni er eitthvað sem þarf að gera skurk í að koma betra lagi á.