138. löggjafarþing — 112. fundur,  27. apr. 2010.

stjórn fiskveiða.

370. mál
[14:40]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið er margt opið í þessu frumvarpi. Ég hef gagnrýnt það harðlega í umræðum um þetta mál, og reyndar fleiri mál sem komið hafa frá hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að það sé dálítið mikið um að það séu heimildir til ráðherra. Þetta er ekki í anda þeirrar lagasetningar sem við ættum að taka upp og ekki í anda þess sem kemur fram í kjölfar rannsóknarskýrslu Alþingis. Þetta er rammalöggjöf þar sem ráðherrann hefur nokkurt alræðisvald, það gæti þess vegna heitið gerræðisvald.

Þar fyrir utan er í þessari grein fullt af óljósum atriðum sem við höfum verið að spyrjast fyrir um hvort ekki væri möguleiki á að skýra betur. Það er hugsanlegt að við munum reyna að koma hér fram með einhverjar breytingartillögur. En við framsóknarmenn höfum líka sagt að við munum ekki standa í vegi fyrir að þetta fari hér í gegn og því munum við sitja hjá við atkvæðagreiðslu varðandi þessa grein.