138. löggjafarþing — 113. fundur,  27. apr. 2010.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

574. mál
[16:44]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég velti fyrir mér í þessu sambandi af því að ég hef ekki borið það saman hvort sú löggjöf sem við erum að samþykkja vegna samningsins við Verne Holdings sé í samræmi við þær meginreglur sem lögð er áhersla á í þessu frumvarpi, hvort einhverjir árekstrar séu í því.

Hins vegar er ég að velta fyrir mér hvort málið varðandi Verne Holdings sé komið eitthvað áleiðis. Við almennir þingmenn höfum ekki upplýsingar um hvar málið er statt en nú liggur fyrir að ráðuneytið hefur verið í viðræðum við aðila og gæti kannski upplýst það í þessari umræðu. Hæstv. ráðherra sagði að samningum væri lokið og ég velti fyrir mér hvort það séu nýir samningar sem eru breyttir frá því sem áður var og hvort hæstv. ráðherra geti aðeins upplýst okkur um það.