138. löggjafarþing — 113. fundur,  27. apr. 2010.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

574. mál
[17:46]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Nú er ég komin í andsvör við hæstv. ráðherra, hún verður bara að þola það. Mig langar að kanna hvort við undirbúning þessa frumvarps hafi verið borið saman þetta eftirlitsákvæði í frumvarpinu við það eftirlit sem fram fer hjá öðrum þjóðum sem hafa lögfest svona sambærilega löggjöf, þessa rammalöggjöf. Ég tel að þrátt fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA komi til með að hafa eftirlit með þessu verðum við að hugsa svolítið sjálf um það hvernig við ætlum að hafa umgjörð okkar í stjórnsýslunni og reyna að læra svolítið af því sem atburðir liðinna mánaða hafa kennt okkur.