138. löggjafarþing — 113. fundur,  27. apr. 2010.

stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013.

521. mál
[19:53]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skal vera mjög stuttorð. Ég er bara þannig gerð að ég vil fá að vita hvað hlutirnir kosta og þar sem hv. þingmaður er í fjárlaganefnd getur hann þá upplýst mig um hvort hann hafi myndað sér einhverja skoðun á því hvort bæta eigi einhverjum fjármunum í þessi verkefni miðað við það sem nú þegar er í fjárlögum. Vaxtarsamningarnir eru á fjárlögum og ýmis verkefni í iðnaðarráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem hefur verið upplýst í þessari umræðu að leggist inn í þetta. Er í fyrsta lagi verið að bæta einhverju við? Í öðru lagi: Getur hv. þingmaður skotið á hvað kostar að framkvæma þessa þingsályktunartillögu?