138. löggjafarþing — 113. fundur,  27. apr. 2010.

stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013.

521. mál
[21:10]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör. Það er annað sem þessu tengist, undirstofnanir ráðuneytanna og fyrirtæki eða stofnanir á vegum ráðuneytanna, t.d. Þjóðskjalasafnið og aðrar slíkar stofnanir, eru aðilar að mörgum verkefnum sem komu t.d. í gegnum svokallaða norðvesturnefnd í Norðvesturkjördæmi þar sem reynt var að draga fram fjármuni og búa til störf til þess að styrkja verkefni og fjölga störfum.

Það er mjög mikilvægt að þessi störf og þessir fjármunir verði tryggð áfram á næstu fjárlögum því að ef það gerist ekki detta þessi verkefni sjálfkrafa upp fyrir. Þá fækkar störfunum og hallar enn undan fæti miðað við þær upplýsingar sem ég hafði og var með hér uppi áðan.