138. löggjafarþing — 114. fundur,  28. apr. 2010.

rýmkun heimilda til útgreiðslu séreignarsparnaðar.

420. mál
[13:12]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra þær upplýsingarnar sem hér hafa komið fram. Hæstv. ráðherra sagði að ekki stæði til að koma með frekari breytingar varðandi það að einstaklingar sem eiga þennan séreignarlífeyrissparnað inni gætu tekið meira út af honum. Mig langar því að spyrja hæstv. ráðherra hvort fyrirhugað sé hjá hæstv. ríkisstjórn við gerð fjárlaga árið 2011 að nýta sér þær tillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um fyrirframskattlagningu séreigna til þess að þurfa hvorki að fara í niðurskurð á velferðarkerfinu né skera frekar niður í útgjöldum ríkissjóðs og stofnana ríkisins, sem væri þó þarft.