138. löggjafarþing — 114. fundur,  28. apr. 2010.

stofnfé í eigu sveitarfélaga.

472. mál
[13:26]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Frú forseti. Ég verð að segja að svar hæstv. ráðherra veldur verulegum vonbrigðum. Hann þuldi hér upplýsingar sem voru hrollvekjandi um hugsanleg áhrif og hvað sveitarfélög víða um land tapa nú miklum fjármunum. Hann lýsir því síðan yfir að ráðuneytið ætli ekki að hafa forgöngu um neinar aðgerðir. Það verði bara farið eftir svipuðum leikreglum í eftirlitsskyldu ráðuneytisins eins og giltu t.d. um Álftanes og komu ekki í veg fyrir erfiða fjárhagsstöðu þess sveitarfélags. Við bíðum kannski eftir því að eftirlitsnefnd sveitarfélaga skoði málið með svipuðum hætti.