138. löggjafarþing — 115. fundur,  29. apr. 2010.

samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012.

582. mál
[13:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. Ég hef aldrei verið talsmaður veggjalda en við núverandi aðstæður vil ég að við tökum þá umræðu hvort þetta sé eitthvað sem við getum gert við þessar aðstæður. Ef við metum það svo að það sé ekki réttlætanlegt og ekki sanngjarnt gagnvart ákveðnum landsvæðum að vera með veggjöld, þó að þeim væri stýrt eftir því t.d. á hvaða tíma sólarhrings umferðarmannvirki væru nýtt, þá finnst mér að við verðum samt að skoða þetta með opnum huga. Við vitum að á vegum þingsins er nefnd að störfum sem er að skoða þessi mál og við skulum sjá hvað kemur út úr vinnu þeirrar nefndar og ég mun skoða þá vinnu þegar hún skilar af sér.