138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[12:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Um klukkan 12.30 í dag, að loknum liðnum Óundirbúinn fyrirspurnatími, fer fram umræða utan dagskrár um öryggismál sjómanna. Málshefjandi er hv. þm. Ásbjörn Óttarsson. Dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Þá vill forseti geta þess að atkvæðagreiðslur verða um kl. eitt og nýr fundur að þeim loknum.