138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

stjórn fiskveiða.

370. mál
[13:30]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er mikið framfaraskref stigið í þessu máli. Ég vil taka það fram vegna þeirrar umræðu sem hér fór fram áðan um fundarstjórn forseta, að batnandi mönnum er best að lifa. Hér stígur fram sá hv. þingmaður sem var ráðherra sjávarútvegsmála áður og undirritaði á síðasta degi í embætti sínu reglugerð til þess að hefja hvalveiðar að nýju og bar það ekki undir hv. Alþingi. (Gripið fram í.)