138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

eftirlit með skipum.

243. mál
[13:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta samgn. (Björn Valur Gíslason) (Vg):

Forseti. Hér erum við að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlit með skipum sem nauðsynlegt er að breyta í kjölfar frumvarps til laga sem samþykkt var hér áðan og gert að lögum um lögskráningu sjómanna. Um þetta frumvarp er algjör samstaða í samgöngunefnd og er gerð sú ein breytingartillaga við 2. gr. frumvarpsins á dagsetningu gildistökunnar, að í stað 1. janúar 2010 komi 1. nóvember 2010, sem er samhljóða því sem gerist í gildistöku laga um lögskráningu sjómanna.