138. löggjafarþing — 117. fundur,  30. apr. 2010.

geislavarnir.

543. mál
[14:18]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að lesa setninguna sem hv. þingmaður vitnaði til í heilu lagi. Hér segir á bls. 2 um könnun sem gerð hefur verið á vegum samstarfshóps um útfjólubláa geislun allt frá árinu 2004 á notkun ljósabekkja:

„Notendum á aldrinum 12–23 ára hefur fækkað marktækt frá árinu 2004, en engu að síður er fækkunin ekki jafn mikil og kannanir meðal 16–75 ára hafa sýnt.“