138. löggjafarþing — 117. fundur,  30. apr. 2010.

geislavarnir.

543. mál
[15:27]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í þriðja sinn skal ég svara því. Þetta frumvarp sem hér er rætt og ég hef mælt fyrir fjallar ekki um aldurstakmark þeirra sem starfa á ljósastofum. (Gripið fram í.)

Við höfum farið yfir það áður að þeim sem reka ljósastofur og hafa starfsleyfi er falið að framfylgja lögum almennt. Eins og ég segi, svo ég segi það nú í þriðja sinn, að ég á ekki von á öðru en þeir geri það hér eftir sem hingað til, enda þótt lögum kynni að verða breytt að þessu leyti. Það er hins vegar algerlega óþarft, hv. þingmaður, að leggja mér frekar orð í munn. Það vill svo til að ræður hér á Alþingi eru allar teknar upp og skrifaðar út. (Gripið fram í: Sem betur fer.)