138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

kjör seðlabankastjóra.

[10:44]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Ég veit ekki hvað ég þarf að tala skýrt í þessu máli, virðulegi forseti, til að hv. þingmaður skilji það að ég hef engin loforð gefið í þessu máli. Ég átti engin samtöl við formann bankaráðs í aðdraganda þess að þessi tillaga var lögð fram (Gripið fram í.) og það er alveg öruggt mál að laun seðlabankastjóra geta ekki verið úr takti við aðrar ákvarðanir sem teknar hafa verið af hálfu hins opinbera. (Gripið fram í.) Það er niðurstaðan og mér finnst líklegt af orðum formanns bankaráðsins að dæma að þessi tillaga verði dregin til baka enda er það skynsamlegt (Gripið fram í.) vegna þess að það að hækka launin er úr öllum takti við þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur markað í þessu máli.