138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

launastefna ríkisstjórnarinnar.

[10:51]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Mér finnst fyrirspurnin sem hér var borin fram af hv. þingmanni afar sérkennileg. Hann spyr hvort leitað hafi verið til mín um þá tillögu sem liggur fyrir um launahækkun. Finnst hv. þingmanni það eðlilegt? Ef bankaráðið hefur á annað borð talið sig geta hækkað launin á grundvelli væntanlega laganna um Seðlabankann, ætti það þá að koma til forsætisráðherra og spyrja hvort það sé eðlilegt og hvort hann samþykki það? Auðvitað ekki.