138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

umferðarlög.

553. mál
[14:02]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. ráðherra fyrir yfirferðina, sem var ansi góð, en mig langar að spyrja hæstv. ráðherra út í 75. gr. frumvarpsins, sem fjallar um öryggis- og verndarbúnað á bifhjólum. Ég vil vitna í hana, með leyfi forseta: „Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun, gerð og notkun hlífðarfatnaðar og annars hlífðarbúnaðar ökumanns og farþega bifhjóls.“

Nú vil ég spyrja hæstv. ráðherra beint því að sá hlífðarfatnaður sem er mest notaður í dag á bifhjólum eru þykkir leðurgallar, vatnsheldir og vindheldir — hver er skoðun hæstv. ráðherra á því? Telur hæstv. ráðherra þann búnað uppfylla öryggiskröfur um verndarbúnað á bifhjólum og hyggst hann viðurkenna þann búnað inn í reglugerðina sem ráðherra mun setja í framhaldi af þessum lögum?