138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

umferðarlög.

553. mál
[14:08]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, auðvitað var þetta rætt eins og allt annað. Það var mjög margt sem kom til álita og umræðu í nefndinni. Þetta rifjar upp nokkur frumvörp sem flutt hafa verið á undanförnum þingum og komust til samgöngunefndar, að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi, en það ratar ekki hér inn.

Ég verð að segja eins og er að eins og hv. þingmaður sagði eru mörg álitaefni í frumvarpinu og ég tók fljótlega þá afstöðu að það sem kom frá hópnum, þessari nefnd, færi inn í frumvarpið til þings. Það geta verið nokkur atriði sem ég er ekki sammála, og það er allt í lagi, en mér fannst eðlilegt að þetta kæmi inn til hv. Alþingis og hv. nefndar að fara yfir. Ég þykist vita að það muni taka töluverðan tíma hjá samgöngunefnd, að menn ræði um þetta, og það verður gaman að fylgjast með því hvað gerist í meðförum nefndarinnar hvað þetta varðar.