138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

umferðarlög.

553. mál
[14:09]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör. Ég skil hæstv. ráðherra á þann veg að hann útiloki ekkert í þessum efnum. Ég á sæti í samgöngunefnd þar sem við munum væntanlega fara yfir þetta atriði sem og mörg önnur. Mér finnst hins vegar að menn eigi að fara mjög vandlega yfir þetta tiltekna atriði og leiða saman rökin með eða á móti. Þetta var gert í Bandaríkjunum, eins og ég sagði áðan, í kjölfar olíukreppunnar snemma á 8. áratugnum. Við sjáum á Íslandi núna síhækkandi bensínverð og ég fagna yfirlýsingu ráðherrans um að hann sé tilbúinn til að skoða þetta. Þetta fær þá efnislega meðferð í samgöngunefnd. En ég vil lýsa þeirri skoðun minni varðandi þetta atriði að ef ég fengi að ráða mundi ég leyfa þetta, hæstv. ráðherra.