138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta iðnn. (Skúli Helgason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa brýningu og deili algjörlega sjónarmiðum hennar að það sé mikilvægt að leysa úr þessu tiltekna vandamáli. Þetta er tæknilegt vandamál sem við þurfum að leysa og ég held að það sé fullur pólitískur vilji fyrir því að koma málinu í höfn. Ég mun sannarlega ekki telja það eftir mér að halda áfram baráttunni að koma þessu máli í kring. Vonandi þarf það ekki að taka meira en nokkra daga.