138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[15:44]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Skúla Helgasyni fyrir svarið. Ég er hins vegar ekki alveg klár á því að ég skilji hann rétt. Hann talar um að hann sé fylgjandi því að sett verði ákvæði í lög um siðferðilega ábyrgð fyrirtækja o.s.frv. Um það var ég ekki að spyrja. Við getum fjallað um það með hvaða hætti slíkt er skynsamlegt og eðlilegt að gera. Ég er að spyrja að því hvort, vegna frumvarps sem nú liggur fyrir og er til meðferðar hjá iðnaðarnefnd um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, að þar verði gripið til svipaðra ráðstafana og gert er hér varðandi Novator, þ.e. hvort aðilar sem komi ekki til greina verði nafngreindir og muni ekki njóta þeirra ívilnana sem lagt er til í frumvarpinu.