138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:44]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið er þetta ákaflega erfitt og margslungið mál. Það eru því miður ýmsir siðferðilegir brestir í þessu máli sem gera það að verkum að ég get ekki stutt það. Hins vegar er atvinnuhlutinn og nauðsyn þess að skapa atvinnu, ekki síst á Suðurnesjum, þess efnis að ég ætla ekki að greiða atkvæði gegn því. Ég mun heldur ekki greiða þessari tillögu atkvæði mitt þar sem ég tel að það sé eðlilegt að málið fái framgang en ég treysti mér ekki til að bera þar siðferðilega ábyrgð á. Ég hefði viljað standa öðruvísi að málinu.