138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:48]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það þekkja allir hvernig staða atvinnumála er á Suðurnesjum. Ég styð það að gagnaver á Suðurnesjum verði að veruleika. Það er búið að þvælast fyrir iðnaðarnefndinni að taka ákvörðun um þetta mál í marga mánuði og nú loks á að fara að taka ákvörðun. Þess vegna var ekki hægt að styðja breytingartillögu hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur um að fara að velkjast með þetta enn og einu sinni fram og aftur um kerfið. Hins vegar er ég ekki viss um að þau skilyrði, sú aðferðafræði sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja hér upp með, standist nokkra skoðun gagnvart stjórnarskrá. Þess vegna get ég ekki stutt þessa aðferðafræði. Ég sit því hjá í þessu máli. Ég vil að gagnaver verði að veruleika á Suðurnesjum en þessa aðferðafræði ríkisstjórnarinnar (Gripið fram í: Hvaða aðferðafræði?) skil ég ekki (Gripið fram í: Hvaða aðferðafræði?) og ég get ekki stutt hana.