138. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2010.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

597. mál
[17:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel einmitt af þessu svari hv. þingmanns að það sé mjög auðveldlega hægt að fara fram hjá því ef fyrirtækjum er bannað að styrkja stjórnmálaflokka eða frambjóðendur. Það er bara mjög auðvelt. Ég er kominn með forskriftina og nú geta menn bara farið að stunda þetta. Hv. þingmaður nær þessu í gegn og fellst á að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka og þá er bara næsta skref að gera þetta. Allt er þetta því mjög vandmeðfarið og ég ætla að koma inn á það í ræðu minni á eftir.