138. löggjafarþing — 121. fundur,  11. maí 2010.

fjárreiður ríkisins.

552. mál
[16:07]
Horfa

Flm. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessum orðum og treysti því að við getum þá í framhaldinu og við vinnslu þessa máls skipst á skoðunum um það sem lýtur að ráðherraábyrgðinni og það skýrist eftir því sem líður á vinnu þeirra þingnefnda sem við nefndum áðan. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að það sé gerlegt að fara með þetta í þennan farveg þá fagna ég því að hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir lýsir yfir stuðningi við það. Það er mjög ánægjulegt.