138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[11:19]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að jafnvel þó að svo færi að íslenska þjóðin kysi að sameinast ekki Evrópusambandinu mundu Íslendingar koma út úr þessum leiðangri með nettóhagnað. Hv. þingmanni er kostnaðurinn ljós eins og við höfum lagt hann fram. Ég hef svarað þremur eða fjórum fyrirspurnum til hv. þingmanns um kostnaðinn við umsóknina sjálfa, milljarður. Ég hef síðan sagt við hana að það sé líklegt að þýðingarkostnaður verði hærri, en ég hef líka sagt við hana í svörum mínum að að öðru leyti stenst áætlunin enn þá.

Það hefur síðan komið fram að það er líklegt að Evrópusambandið muni styrkja okkur eins og aðrar þjóðir sem eru í undirbúningsferli um u.þ.b. 6 milljarða þannig að ég ber ekki kvíðboga fyrir því að íslenska þjóðin tapi miklum peningum á þessu.