138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[11:21]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti.. Ég fylgi hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður, í fyrsta lagi að reyna að ferðast lítið. Og ætli það hafi nokkurn tíma verið utanríkisráðherra á síðustu árum sem hefur ferðast jafnlítið og sá sem nú er utanríkisráðherra? Ég nýti mér líka nútímafjarskiptatækni.

Hagsýnin birtist kannski í því að þegar ég sæki fundi, t.d. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum og Eystrasaltsráðinu eða hjá EES-ráðinu, undirbý ég mig með löngum fyrirvara, hef samband við kollega mína með löngum fyrirvara og nota þessar ferðir til þess að tala við þá um málefni ESB. Ég hef átt, eins og fram kemur í skýrslunni, fundi u.þ.b. 70 sinnum með ráðherrum. Örfáar ferðir hef ég farið beinlínis vegna þessa en þær koma líka fram í skýrslunni og hv. þingmaður þekkir þær.